Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að efnahagsleg áhrif - 219 svör fundust
Niðurstöður

Hvernig berið þið saman núverandi landbúnað á Íslandi og í ESB?

Aðstæður til búskapar hér á landi eru að ýmsu leyti öðruvísi en í löndum ESB. Til dæmis má nefna sólargang, loftslag, gróðurfar og mikið óbyggilegt hálendi. Sumarbeit húsdýra er skammvinn, þörf er á mikilli heyöflun sem var lengi vel vinnufrek, kornrækt er erfið en skilyrðin þó batnandi, leggja þarf meira í útihús...

Tengist Icesave ESB á einhvern hátt?

Icesave-deilan er á milli Íslands og Bretlands annars vegar og Íslands og Hollands hins vegar. Í þröngum skilningi snýst Icesave-deilan um þá kröfu Breta og Hollendinga að íslenska ríkið beri ábyrgð á innlánum sem voru á Icesave-reikningum Landsbankans í útibúum bankans í Bretlandi og Hollandi þegar íslenska ríkið...

Er eitthvað til í því að í Evrópusambandinu sé bannað að nota kaffi til að drepa snigla?

Í Evrópusambandinu gilda strangar reglur um svonefnd plöntuvarnarefni, sem eru meðal annars notuð til að vernda plöntur gegn skaðlegum lífverum, en þau má hvorki setja á markað né nota nema að fengnu markaðsleyfi í aðildarríkjum ESB. Það er því óheimilt að framleiða vöru sem inniheldur kaffi/kaffikorg/koffín og ma...

Eru til traustar rannsóknir á því hvort efnahagslegur ávinningur hafi verið af evrusamstarfinu?

Svarið við þessari spurningu fer eftir því hvaða mælikvarði er notaður á „efnahagslegan ávinning“. Hér verður notast við raunhagvöxt á mann, það er breytingar á landsframleiðslu á mann. Síðan evran var tekin upp árið 1999 hefur raunhagvöxtur á mann dregist saman í evrulöndunum. Óvíst er hins vegar hvort evrunni sé...

Er Seðlabanki Evrópu óumdeilanlega lánveitandi til þrautavara fyrir evruríkin?

Seðlabanki Evrópu má ekki lána beint til ríkissjóða aðildarríkja og er því aldrei beinn lánveitandi til þrautavara fyrir aðildarríki ESB. Lánveiting af því tagi er ekki bundin sérstökum skilyrðum heldur er lagt á blátt bann við henni (123. gr. sáttmálans um starfshætti Evrópusambandsins). Málið er þó í reynd ek...

Er ríkisaðstoð til skógræktar leyfileg innan ESB?

Regluverk Evrópusambandsins bannar að mestu styrki frá aðildarríkjunum sem geta haft áhrif á viðskipti milli ríkjanna með því að ívilna ákveðnum ríkjum eða svæðum, fyrirtækjum eða framleiðslu ákveðinna vara. Markmiðið er að stuðla að virkri samkeppni innan innri markaðar ESB. Ákveðnar undanþágur eru veittar ef inn...

Er hugmyndafræði ESB byggð á sósíalisma?

Ef hægt er að tala um sérstaka hugmyndafræði Evrópusambandsins þá er hún varla byggð á einni tiltekinni stjórnmálastefnu því að helstu áhrifavaldar hennar eru ríkisstjórnir sem skipaðar eru flokkum með mismunandi hugmyndafræði. Ekki má heldur gleyma sérstökum hagsmunum aðildarríkja sem þau beita sér fyrir óháð rík...

Hver er staða Íslands ef við hættum viðræðum við ESB?

Ef íslensk stjórnvöld ákveða að draga aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka, eða gera ótímabundið hlé á viðræðunum, mun staða Íslands vera óbreytt frá því sem nú er. EES-samningurinn héldi gildi sínu og yrði áfram helsta stoðin í samskiptum Íslands við Evrópusambandið en með honum hefur Ísland aðgang ...

Af hverju hafa Þýskaland og Frakkland svona mikið að segja í ESB? [Fréttaskýring]

Þýskaland og Frakkland hafa ávallt verið kjölfestan í Evrópusambandinu og forverum þess, enda liggur ein helsta rót sambandsins í vilja þessara fyrrum óvinaríkja til að koma í veg fyrir stríð þaðan í frá. Þau hafa þó ekki alltaf átt sameiginlegra hagsmuna að gæta. Þegar Efnahagsbandalag Evrópu var stofnað árið 195...

Seðlabanki Evrópu

Seðlabanki Evrópu (e. European Central Bank, ECB) hóf formlega störf 1. janúar 1999 þegar þriðja stigi Efnahags- og myntbandalagsins (e. Economic and Monetary Union, EMU) var hrundið í framkvæmd og gengi gjaldmiðla tilvonandi evruríkja var endanlega fest. Helsta hlutverk Seðlabanka Evrópu er að fara með stjórn ...

Er rétt að evran verði að heita „euro“ í öllum aðildarríkjum ESB?

Þetta er að hluta til rétt. Hinn sameiginlegi gjaldmiðill Evrópusambandsins verður að heita „euro“ í opinberum skjölum sambandsins á öllum tungumálum aðildarríkjanna. Í öðrum skjölum, svo sem landslögum aðildarríkjanna, er ríkjunum heimilt að nota annan rithátt, í samræmi við málfræðireglur og hefðir viðkomandi tu...

Hvernig styrki geta námsmenn fengið til að læra erlendis?

Íslenskum námsmönnum sem hyggja á nám erlendis standa margvíslegir styrkir til boða. Umfangsmestu alþjóðlegu áætlanirnar, sem Ísland tekur þátt í, veita háskólanemum styrki til stúdentaskipta við erlenda háskóla. Helstu stúdentaskiptaáætlanirnar eru Erasmus, sem styrkir skiptinám í aðildarríkjum Evrópusambandsins ...

Alþjóðavinnumálastofnunin

Alþjóðavinnumálastofnunin (e. International Labour Organization, ILO) var stofnuð árið 1919 á grundvelli Versalasamningsins sem batt enda á fyrri heimsstyrjöldina. Stofnuninni var komið á fót til að vinna að auknu félagslegu réttlæti og standa vörð um grundvallarréttindi launafólks um heim allan. Frá árinu 1945 he...

Er rétt að ekki sé leyfilegt að vera á stærri dekkjum en 35" í ESB?

Það er fátt sem bendir til þess að stórir hjólbarðar, sem ætlaðir eru til aksturs utan vega eða í einhvers konar torfæru, verði bannaðir ef til aðildar Íslands að Evrópusambandinu kemur. Tvær ástæður eru fyrir þessu. Sú fyrri er að engar sameiginlegar reglur virðast gilda um stærðartakmarkanir á hjólbörðum innan s...

Hvert er atvinnuhlutfall heyrnarlausra innan ESB í samanburði við Ísland?

Evrópuvefurinn leitaði svara um atvinnuþátttöku heyrnarlausra á Íslandi hjá Félagi heyrnarlausra og fékk þær upplýsingar að það væri um 75-80% í dag. Haldbærar upplýsingar um atvinnuhlutfall heyrnarlausra í Evrópusambandinu er hins vegar hvergi að finna. Ástæðan er sú að flest aðildarríki sambandsins blanda sam...

Leita aftur: